Bara smá nörda vangaveltur um þróun.

Var að velta því fyrir mér af hverju fagfólk væri enn að nota hardware í staðin fyrir að nota bara software.

Af hverju notar fólk ennþá svona mikið af external stöffi þegar það getur gert allt í tölvu?

Ég veit að það er rosalega mikið snobbað fyrir gamla tímanum með gítar effekta, mixera og slíkt. Menn vilja t.d. raða effektum upp og traðka á þessu til að finna væbið. Svo er sagt að hljóðið sé aðeins betra heldur en að spila bara beint inn í tölvu.

Veit ekki.

Maður sér t.d. hljóðver Sýrlands sem Kiddi sér um í Hfirði með engan mixer. Bara tölvu. Svo sér maður Gibson koma út með Firebird X. Allir external effektar komnir inn í gítarinn.

Af hverju er þetta ekki löngu komið? Eru menn virkilega að streitast á móti þessari þróun með snobbi fyrir gamla tímanum?

Endilega komið með innlegg í þessa umræðu. Finnst gaman að spá í þessari þróun eða öllu heldur skort á þróun :)