Musicom Lab - Pedala / Magnara / Midi switcher.

Fáránlega nett græja sem verður aðaltækið á pedalaborðinu þínu. 8 loop til að tengja pedala inn í. Hægt er að prógrammera effektakeðjur út frá pedulunum en einnig er hægt að nota þetta sem hefðbundna switch græju. Í græjunni eru 2x relay sem nýtast til að skipta um rásir á mögnurum og svo er þetta midi stýrill í þokkabót sem getur stjórnað midi tækjum.

Líklega flottasta pedala / switch græja sem framleidd er í heiminum. Og svo er þetta alls ekki plássfrekt tæki.

Handsmíðað í Suður Kóreu af gaur sem heitir Kim og tekur starfið sitt alvarlega.

Nánar um gripinn má sjá hér.
http://www.musicomlab.co.kr/efxmkii.htm#

Verð: 95 þúsund


Fulltone Choral/Flange.

Frábær pedali sem ekki er lengur framleiddur. Þetta verður safngripur einhvern daginn.

Nánar um gripinn má sjá hér.
http://www.stevesmusiccenter.com/FulltoneChoralFlange.html

Verð: 25 þúsund

MXR Blue box

Stórfurðulegur fuzz / octave down pedali.

Allt um hann má lesa hér.
http://www.jimdunlop.com/product/m103-blue-box-octave-fuzz

Verð: 8 þúsund


Fender Fuzz / Wah

Flottur stálhlunkur.

http://www.fender.com/products/search.php?partno=0234500003

Verð: 12 þúsund

Line 6 Filter modeller

Geðveik græja sem býður ótrúlega möguleika. Ég hélt ég ætlaði að verða einhver effektakuklari en svo varð ekkert úr því og þess vegna safnar þetta grey ryki hjá mér.

http://line6.com/products/detail/33/

Verð: 35 þúsund

EHX POG2

Sama og ekkert notaður snilldarpedali. Sem gegnir öllum hefðbundnum octave fúnksjónum. 2 upp og 2 niður. En hann getur einnig breytt gítarnum þínum í kirkjuorgel ef það er það sem þig þyrstir í.

http://www.ehx.com/products/pog2

Verð: 45 þúsund

Danelectro Daddy ´O

Þrumufínn overdrive.

http://www.guitargeek.com/gearview/102/

Verð: 4 þúsund.


Road Ready RRGP32 pedalaborð / flightcase.

Risastórt og skemmtilega hannað pedalaborð sem býður ótal mismunandi uppraðanir á pedölum.

http://store.roadreadycases.com/dyn_prod.php?p=RRGP32&k=309929

Verð: 20 þúsund
We´re gonna play a song. If it sucks it´s jazz - if it´s good, we got lucky! - Stevie Salas