Ég ætla að athuga hvort einhver hiti sé fyrir þessum.

Gítarinn sem um ræðir er 2007 strat smíðaður af Gunnari Erni, snjóhvítur með maple háls

http://luthier.is/LuthierGallery1.htm

Þessi var í dágóðan tíma í glerskápnum í Tónastöðinni árið 2008. Væntanlega hafa einhverjir ykkar prófað hann þar.

Þetta er fáránlega góður gítar í alla staði, frábært action, frábært strat sánd, tremolo-ið mjúkt sem smjörvi og hann heldur stillingu vel.

Að margra mati er þessi einn sá besti sem hefur komið frá honum Gunnari Erni og lang besti strat sem þeir hafa prófað.

Ég skellti mér á hann í dálítilli fljótfæri. Ég segi það vegna þess að ég get ómögulega eftir allan þennan tíma vanist því að spila á Stratocaster t.d. vegna þess að ég er alltaf með nöglina í miðju pickuppinum, staðsetningu stjórnhnappana, strat sándinu o.s.frv…
Það er eiginlega mjög súrt að það skuli ekki vera spilað meira á hann en raun ber vitni.

Ætli ég sé ekki helst að leitast eftir öðrum gullmola í skiptum fyrir þennan og þá helst einhverja úr Fender fjölskyldunni t.d. Tele, Jaguar, jazzmaster. Ég myndi jafnvel skoða einhverja hollow body sbr. Gretsch o.fl.
Svo er bara samningsatriði ef þarf að greiða einhverja upphæð á milli.

Bein sala kemur líka vel til greina en það var sett á hann 340.þús árið 2008 þegar ég fékk hann. Við myndum bara finna einhvern þægilegan milliveg fyrir okkur báða.

Í stratinum eru Seymour Duncan Antiquity pickuppar.
Hann er víraður þannig að neðri tone takkinn er blend takki þar sem hægt er að blanda neck pickuppinum með öllum hinum pickuppa stillingunum t.d. neck+bridge eða alla í einu.
Í augnablikinu er hann með gold anodized pickguard.

http://www.hugi.is/hljodfaeri/images.php?page=view&contentId=7267361

Ég mun láta upprunalega pickguardið fylgja með sem er alveg snjóhvítt og einnig myndi ég láta fylgja með aðeins snjáðara og ,,gulara" pickguard frá 198og eitthvað.

http://i275.photobucket.com/albums/jj297/gunniwaage/fingmeGunna123-1.jpg

Ég svara bara vitsmunalegum tilboðum ;)

Kv Gunni Waage
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~