getiði hjálpað mér smá. ég er með 10 ára gutta sem er að læra aðspila á kassagítar en langar aðskipta yfirí rafmagn, og þar sem ég hef núll vit á þessu þarf ég að leita mér upplýsinga, ég vil ekki alveg fara út í mjög kostnaðarsaman pakka, en vil heldur ekki kaupa eitthað drasl.

sá tilboðspakka frá fender með gítar og ól og magnara á 50þús.
og hringdi svo á annan stað og fékk uppgefið ca 55þus sem start á ódýrum gítar og ódýrum magnara (þarf eitthvað meira?)

spurningin er svo: hvað þarf að hugsa um þegar maður velur magnara? eru það einhverjar stilliingar og takkar og svoleðis? eða er hækka og lækka nóg? þetta má heldur ekki vera of flókið fyirr 10 ára, en samt ekki þannig heldur að það sé allt bara flatt.

getiði ráðlagt mér eitthvað?

svo er annað,, borgar sig kannski að kaupa notaða svona græju? og ef svoer, hvað á maður þá að hafa í huga? hvernig endist svona? eru skemmdir eða gallar algengir í þessu?