Úffff…. ég er ekki alveg klár á því hverju ég er að leitast eftir eða hvað ég hef í huga. Eeeennn, ég er semsagt með Hiwatt DR201 magnarahaus frá 1971.
Þetta er AP (All purpose) magnari þannig að hann virkar bæði fyrir gítar jafnt sem bassa, og hefur hann verið notaður sem bæði í gegnum tíðina.

Magnarinn er í óaðfinnanlegu ástandi og var áður í eigu Þrastar Víðis þannig að það hefur verið vel hugsað um hann í gegnum tíðina.

Þannig eru mál með vexti að í dag er ég mjög takmarkað að spila á gítar þar sem ég er eingöngu að synthast og syngja í núverandi bandi. Það vekur því mikla sorg hjá mér að Hiwattinn sitji heima í kjallaranum ónýttur og fái ekki alla þá athygli sem hann á skilið.

Það sem mig langar einna helst er að taka einhvern combo magnara uppí, þar sem það myndi hennta mér mun betur að vera með “nettan” combo magnara í stofunni frekar en full blown 4x12" stæðu og með'í. Yrði ekki vinsælt á mínu heimili…

En það sem ég væri einna helst að leitast eftir væri helst Bad Cat magnari. Er mjög hrifinn af þeim og veit að nokkrir þannig leinast hér einhversstaðar á landinu.
Eins myndi ég skoða að taka Orange (AD30 haus eða combo) uppí, eða Mesa Boogie Lonestar (standard eða special).
Einnig myndi ég íhuga að taka Fender Vibroverb uppí.

Síðan væri það bara matsmál fyrir hvern magnara fyrir sig hver fjárhæðin á milli yrði.

Þannig að ef einhver þarna úti hefur áhuga á því að komast yfir einn af best smíðuðu mögnurum allra tíma þá má sá hinn sami senda mér póst. Skoða líka beina sölu, en þá þyrfti summan að vera vægast sagt væn.

Fyrir myndaperra má sjá nokkrar misgóðar myndir af honum hérna:
http://good-times.webshots.com/album/563386454IXxVvy?vhost=good-times