Enn og aftur auglýsi ég kvikindið. Hef fengið endalaust af tilboðum og fyrirspurnum en allir verða einhvern veginn steingeldir í samskiptum þegar líður á.
Þannig ég vil endilega fá einkapóst/svör frá þeim sem eru í raun og veru áhugasamir.
Endilega grípið svo gott tækifæri. ;)
Er tilbúinn að stræka góðan díl ef fólk vill staðgreiða strax.

———————————-
Er hér með eitt stykki Roland D50 synthesizer sem ég er að selja eða leitast eftir skiptum á.
Synthesizerinn er í frábæru ástandi og ekkert að honum fyrir utan það að ein nótan á borðinu kemur alltaf inn á fullu velocity, en það er tiltölulega einfalt mál að laga ef menn nenna að gefa sér tíma í það. Hefur ekki angrað mig enn sem komið er.

Ástæða fyrir sölu er sú að þrátt fyrir það að vera frábær synthi er hann ekki alveg að fitta inní það sem ég er að gera með bandinu mínu.
Þetta er víðfrægur og eftirsóknaverður synthesizer og hefur endað á óteljandi plötum í gegnum árin.

Ég er helst að leitast eftir skiptum á öðrum synthesizer og þá væri ég hvað heitastur fyrir einhverjum Roland Juno eða þá MicroKorg XL. Skoða líka skipti á gamla MicroKorginum með einhverjum pening á milli.

En ég skoða að sjálfsögðu öll tilboð og skipti.
Ef einhver vill endilega henda á mig verðtilboði þá vinsamlegast gerið það í einkaskilaboðum.

Hér má finna allt það helsta um synthann og ýmis tóndæmi.

http://www.vintagesynth.com/roland/d50.php


Skoða einnig skipti á Korg MS2000 eða Roland JP8000 ef einhver er svo djarfur.