g er með til sölu harmóníku. Ég veit lítið sem ekkert um harmonikur, áskotnaðist þessa fyrir c.a 3 árum en hún er sennilega mun eldri en það. Hún er merkt Marino Pigini Junior. Hún er rauð á litinn og er með 120 bassa tökkum. Hún er svo með 3 takka við nótnaborðið sem breyta hljómnum og tvo eins takka við bassanóturnar. Ólin er slitin, þarf að skipta um. Allar nótur virka og belgurinn heill en einhverjar nótur á nótnaborðinu ganga hægt til baka þegar það er ýtt á þær, man ekki til þess að hún hafi verið þannig þegar ég fékk hana. Það þarf semsagt að yfirfara hana. Óska eftir verðtilboði.

Myndir af gripnum:
http://img826.imageshack.us/img826/2576/dsc00377nb.jpg
http://img545.imageshack.us/img545/3185/dsc00379sv.jpg
http://img5.imageshack.us/img5/5940/dsc00380dw.jpg
http://img80.imageshack.us/img80/1629/dsc00378ye.jpg