Gretsch Rancher kassagítararnir eru hluti af sögunni. Voru fyrst kynntir til leiks í kringum 1950 og hafa komið fram á ófáum plötum í gegnum tíðina, þó fyrst og fremst í kántrí og blúsgeiranum. Þetta eru kassagítarar með stóran og bjartan, einkennandi hljóm. Sá sem ég er að selja er EKKI made in USA en er engu að síður mikill gæðagripur. Keypti hann fyrir nokkrum árum síðan og hef notað hann umtalsvert við upptökur. Hann er með cutaway og svo með Fishman Prefix pickupp/preamp systemi. Það sér lítið á honum og með fylgir góð taska. Þetta eru ekki mjög algengir gítarar og ég hef ekki séð fleiri svona hér á landi þó svo að það geti vel verið að fleiri séu til. Sjúklega flottir kassagítarar að mínu mati.

Hann er í eins og þessi á myndinni hér.

http://gretschguitars.com/gear/index.php?product=G5022C&cat1=&cat2=&q=&st=1

Verðhugmynd 90 þúsund - mun einnig skoða skipti ef eitthvað spennandi er á boðstólum
We´re gonna play a song. If it sucks it´s jazz - if it´s good, we got lucky! - Stevie Salas