Er með eitt slíkt stykki sem ég nota orðið mjög lítið þessa dagana. Langar að finna honum gott heimili þar sem hann fær þá notkun sem hann á skilið.
Þeir sem hafa áhuga vita um hvað ræðir þannig ég þarf lítið að útskýra dýrið. Þetta er hinn óumdeildi konungur flangeranna og hefur verið leynivopn margra snillinga á borð við Billy Corgan, Omar Rodriguez-Lopez og Paul Gilbert til að nefna nokkra.
Lengi vel voru þessir pedalar algjört unobtainium þar til þeir voru endurútgefnir núna í ár með örlítið breyttu sniði.

En ég er að leitast eftir alvöru verðtilboðum í hann (eru að fara á 400-600$ á ebay) eða eftir einhverjum áhugaverðum skiptum.

Ég skoða flest allt (gítara, magnara) en er kannski einna helst að leitast eftir MoogerFooger pedulum eða einhverjum synthesizer. Ef þú hefur áhuga, og eitthvað áhugavert að bjóða endilega hafið samband.