Ég er tvítugur Akureyringur sem var að flytja til Reykjavíkur til að fara í HÍ og langar að finna mér einhverja til að spila aðeins með í vetur. Ég er búinn að spila með hléum frá því ég var 8 ára og búinn að vera í bílskúrshljómsveit síðustu 2 ár.
Ég skal íhuga flestar tónlistarstefnur en helst myndi ég vilja eitthvað rokk eða metal.
Hef dálítið verið að hlusta á hljómsveitir eins og Pavement, Sonic Youth, At the Drive-in og Sudden Weather Change og væri mjög til í eitthvað svoleiðis “drullurokk”.
Einnig er ég til í einhvern þéttan metal eða jafnvel eitthvað prógressíft.
En eins og ég segi, þá íhuga ég öll tilboð og um að gera að spyrja.
Ég bý á stúdentagörðunum við flugvöllinn og er ekki á bíl þannig að best væri að þetta væri eitthvað nálægt.