Er að velta því fyrir mér hvort ég ætti ekki að halda áfram því verki sem Gunnar Örn kláraði ekki. Langar að pússa upp gripinn og laga allar viðar skemmdir og lakka hann. Hann er nú ótrúlega lítið særður samt miðað við aldur, en mig langar. Jafnvel að skipta út Vol. og Tone tökkum líka. Þarf að skipta út plugginu fyrir snúruna. Viðurinn er mahogny og er hálsinn “set neck”. Ótrúlega gott er að spila á gripinn því hálsinn er þunnur og liggur lýgilega vel í hendi. Nefndi Gunnar það sérstaklega hvað gott væri að spila á hann. Hef meira að segja verið að pæla í að reyna að skipta honum út fyrir annað hvort Gibson eða Fender. Væri ferlega gaman að sjá hann í höndunum á virkum tónlistarmanni. Hann yrði ekki svikinn á því. Gripurinn var smíðaður á vegum Marshall af Fuchi Gen Gakki a.k.a. Ibanez fyrirtækinu í Japan. Hef aðeins fundið einn svona grip og er honum lýst og gefin topp einkun á Harmony Central. Þar veit sá sem það gerir ekki um neinn annan, allavega ekki í Englandi.Gripurinn var keyptur í Rín árið 1977 heyrði ég frá fyrri eiganda. Við erum aðeins 2 eigendurnir frá upphafi. Ætla að setja inn mynd fljótlega. Sjá má spilað á 2006 Gibson Special Custom á You Tube. Hann er nákvæmlega eins nema minn er með meira brúnt í litnum.
http://www.youtube.com/watch?v=7bYM8t42VPQ&NR=1