já sælir kæru bændur og bóndar!

ég tók upp gítarinn minn eftir nánast 1 árs frí! og viti menn strengirnir voru hel skítugir svo ég fór og keypti nýja á 1130 íslenskar krónur. en snúum okkur að efninu ég fékk hjálp frá góðum vin við að setja strengina í og núna bussar svo i djúpa E streng svona eins og hann er að rekast i hálsin. við tókum reyndar alla strengina út til að þrífa hálsin svo mögulega hefur actionið farið í smá vesen. Er eitthvað sem ég, óreyndur námsmaður, get gert til að laga þetta eða á maður bara skottast með hann til Gunnars gítarsmiðs?

Takk fyrir!.