Sæl,

Hefur einhver hérna fengið lag sitt spilað í útvarpinu? Eins og er er Rás2 að spila lag sem ég hef samið, en greiðir ekki til mín nein gjöld. Ég fór á STEF síðuna og sé þetta:

Með umboðinu er STEFi veitt einkaumboð til þess að gæta hagsmuna hlutaðeigandi tónskálds eða textahöfundar, þ. á m. til þess að framselja höfundarréttinn. Þetta þýðir m.ö.o. að höfundur getur ekki sjálfur ráðstafað höfundarrétti sínum nema með samþykki STEFs.

En fremur kemur fram:

Þess vegna er áríðandi að tónskáld og textahöfundar veiti STEFi umboð sitt og ráðstafi ekki höfundarétti sínum, t.d. með samningum við forleggjara (publishers), nema í samráði við samtökin.

Ég hef engan áhuga á því að veita STEF einkaumboð fyrir einu né neinu. Svo spurning mín er þessi, er einhvernvegin hægt að fá greitt fyrir þetta útvarpsspil, en ekki vera í STEF? Veit það einhver?

Kv. Sblendó