Ég hef mjög mikið verið að hugsa þessa dagana um hljóðfæri og hljóðfæri sem höfða til mismunandi fólks. Þessi grein fjallar um það, og sérstök áhersla verður lögð á gítar, fiðlu, píanó og saxófón ;)

1. Gítar
Gítar er hljóðfæri sem er mjög mikið notað í popptónlist. Gítar er sérstaklega þekktur fyrir að vera notaður í rokki. Dæmi um þekkta gítarleikara eru Keith Richards (í Rolling Stone), Dave Murray (í Iron Maiden) og Paul McCartney (í Bítlunum). Mér finnst gítar mjög flott hljóðfæri sem hljómar líka mjög vel, sérstaklega í rokki. Þar myndu sumir segja að gítar væri ómissandi, sérstaklega þegar kemur að gítarsólóum. En nóg um gítar, nú ætla ég að snúa mér að næsta hljóðfæri: fiðlunni.

2. Fiðla
Fiðla er hljóðfæri sem er ekki notað í rokki, stundum samt í jazz. Fiðla er aðallega notuð í klassískri tónlist (dæmi: sinfóníuhljómsveit, þar eru margar fiðlur, líka víólur). En mér finnst svoleiðis tónlist ekkert mjög skemmtileg, enda er hún aðallega ætluð fyrir gamalt fólk (ég er táningur ;P) Dæmi um þekkta fiðluleikara eru David Ostraikh (spilar t.d. Beethoven)

3. Píanó
Píanó er mjög gamalt hljóðfæri. Það var mikið notað á tímum Bachs, enda samdi hann mörg lög fyrir píanó. Það er samt einstaka sinnum notað í popptónlist (dæmi: Hjaltalín, Guns N'Roses þar sem Axl Rose spilar stundum á píanó og The Beatles). Bróðir minn lærir á píanó, og mér finnst hann stundum spila flotta tónlist á það. En annars er ég hrifnari t.d. af gítar, enda meira í rokki ;)

4. Saxófónn
Saxófónn er af allt öðru taginu. Saxófónn er eiginlega aldrei notaður í popptónlist þótt það séu einstaka undantekningar (t.d. Eurovisionlag Moldavíu). Saxófónn er mest notaður í jazzi (dæmi: Miles Davis og Sigurður Flosason sem er einn ástsælasti saxófónleikari Íslands). Ég þekki nokkra sem spila á saxófón og stundum finnst mér hljóðfærið hljóma mjög vel. Stundum finnst mér það samt hafa pínulítið pirrandi róm.

Þessi hljóðfæri eru auðvitað mismikið nett. Auðvitað hafa allir sína skoðun um það hvaða hljóðfæri eru nettust. En mér persónulega finnst gítar vera ofarlega í röðinni. En það fer bara eftir smekk hvers og eins ;)

Ég vona að þessi grein hafi hjálpað einhverjum að ákveða hvaða hljóðfæri hann ætlar að læra á. Ég persónulega læri á gítar, og ef einnhver er að hugsa um að hefja gítarmenntun þá má hann endilega hafa samband við mig hér á huganum. Takk annars fyrir mig!

Endilega allir að koma með álit, allavegana ef þeir nenna! ;)