Góða kvöldið..

Ég er hér með sirka 3-4 ára gamlan Gibson Les Paul Studio til sölu..

Gítarinn er Hvítur með gylltu hardware-i og með svörtu pickguardi..

Hálsinn á gítarnum brotnaði fyrir sirka 2-3 árum en ég lét Brooks laga hann fyrir mig og hann gerði það mjög vel.

Svo fyrir 3-4 mánuðum fór ég með hann til Þrastar magnarasmiðs og hann kíkti á hann og Gunnar Örn gítarsmiður og viðgerðarmaður gerði við hann og bætti allt sem hægt var að bæta og gítarinn varð eins og nýr eftir það.. Það sést varla að hann hafi brotnað þetta er svo vel gert..

Ég er buinn að nota hann oft og það er ekkert sem háir þessum gítar.. Yndislegt að spila á hann og gífurlega fallegur hljómur í honum.

Ég ætla að selja hann núna , vantar einfaldlega pening fyrir öðrum mikilvægari hlutum ..

Ég veit að þessir gítarar kosta um 200-250 þús kr komnir til landsins ( allavegana miðavið ShopUSa )og guð má þá vita hvað þeir kosta í Rín..

Með gítarnum fylgir Gibson hardcase taska ( 15 þús ) og flott leður ól. Ég lét setja straplock á gítarinn og þetta er ólin sem festist við hann. Kostaði alveg 10 þús á sínum tíma ólin sjálf.

En já, ég vill fá tilboð en vill helst ekki fara undir 130 þús.. Það er svona lágmarksverð finnst mér.. Sá einn notaðan í Hljóðfærahúsinu og það var sett 175 þús á hann.

Ef þið hafið áhuga þá endilega sendið mér mail á : fannar182@gmail.com..

Bætt við 5. ágúst 2010 - 01:49
Heyriði.. hérna eru myndir : http://img705.imageshack.us/g/img9334z.jpg/