Af óviðráðanlegum orsökum er Maestro Echoplexið mitt til sölu.

http://www.hugi.is/hljodfaeri/images.php?page=view&contentId=6022520

Þetta er næstum því örugglega eina nákvæmlega svona tæki á landinu og ég hef bara einusinni séð svona kvikindi auglýst á ebay og þá var það komið í yfir 700 dollara og það var ekki verðið sem seljandinn var tilbúinn að láta það fara á.

Ég ætla ekki að setja fast verð á það heldur tek ég bara hæsta tilboði sem ég fæ, alls engin skipti koma til greina, ég svara engum tilboðum undir 100.000 kalli og já, ég veit að 100.000 kall er alveg fullt af peningum en mér hefur verið boðið töluvert meira en það í þessa maskínu þannig að ég stend alveg pikkfastur á þeirri upphæð sem lægsta boði.

Hvað meira þarf að koma fram? Græjan er í 100% virkandi ásigkomulagi og það fylgir með henni auka teipspóla, þessi tiltekna græja er með innbyggðum 4ra rása mixer þannig að þú getur sent mörg hljóðfæri gegnum hana samtímis og búið til algjörlega sick döbbtónlist og það er alveg sama hversu afleitur hljóðfæraleikari þú ert, það er nóg fyrir þig að kveikja á þessu tæki og þú munt hljóma eins og Guð.

Sendið bara tilboð í skilaboðum.Bætt við 31. júlí 2010 - 12:46
Hér er eitt svona kvikindi til sölu á ebay, komið í 900 dollara. 900 dollarar = 108 þús.

Echoplexið mitt gengur fyrir 220 voltum þannig að það þarf ekki heldur amerískann straumbreyti með tilheyrandi veseni.

Googlið Echoplex EM-1 Groupmaster ef þið viljið vita meira um þessa græju.

http://cgi.ebay.com/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&item=330455291085
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.