Sælt veri fólkið.

Ég er með til sölu minn yndislega Orange AD30HTC haus og PPC412AD Andy Dunlop 4x12"box. Boxið er slanted sem mér finnst gott touch. Magnarinn er með tvær rásir og með fylgir Marshall P801 pedall til að skipta á milli rása. Ég keypti þetta í Tónastöðinni fyrir um 4 árum síðan.

Ég hef lítið notað þetta og mest megnis hef ég verið með þetta heima hjá mér í heimastúdíóinu. Í eitt af fáu skiptunum sem þetta var flutt úr stað komu þó örfáar rispur í áklæðið eins og ég sýni á myndunum hér að neðan, ekkert meiriháttar en betra að taka það fram.

Verðhugmynd fyrir bæði saman er 200 þúsund. Vill helst ekki selja þetta í sitthvoru lagi ef ég kemst hjá því.

Ef það er áhugi á því að fá að prófa hann þá er það ekkert mál en þar sem ég er örvhentur þarf líklega að taka gítar með sér, sem er auðvitað góð hugmynd hvort sem er.

Hér er linkur á hausinn og boxið á heimasíðu Orange:
http://www.orangeamps.com/products.asp?Action=View&ID=76
http://www.orangeamps.com/products.asp?Action=View&ID=86

Og hér eru myndir af magnaranum sjálfum:

http://img517.imageshack.us/img517/7558/orange1.jpg
http://img29.imageshack.us/f/orange2zv.jpg/
http://img130.imageshack.us/i/orange3j.jpg/

Áhugasamir sendi PM takk.