Sæl

Ég er að leita mér að combo bassamagnara í skiptum við stæðuna mína. Hún samanstendur af Trace Elliot GP12 haus og Ampeg BSEhlf410 boxi.

Hausinn er með bæði active og passive input, 12 banda Graphic EQ, Master Volume, Gain og Line out. Ég veit því miður ekki hvað hausinn er gamall. Ég er búinn að eiga hann í ca 1 ár og það hefur aldrei verið neitt vesen á honum. Sá sem ég keypti hann af var nýbúinn að láta yfirfara hann.

Boxið keypti ég nýtt árið 2005 og það hefur aldrei verið neitt vesen með það. Það eru fjórar 10 tommu keilur í því og það er öflugt.

Eins og áður sagði þá er ég að leita að einhverskonar combo magnara. Ég er ekki að leita að einhverjum 30 watta, hann verður að geta haldið í við trommara og 2 gítarleikara eða allavega næstum því. Ég er voða opinn fyrir tegundum. Markbass, SWR eða Eden t.d. Það má líka alveg vera eitthvað annað, prufið bara að spyrja. Ég læt fylgja með mynd af stæðunni, þið afsakið léleg gæði og bassann sem er fyrir henni. ATH bassinn er ekki til sölu né skipta. Laney boxið á myndinni getur alveg farið með ef það er áhugi fyrir því. Hafið líka samband ef þið eruð heit fyrir að kaupa stæðuna (í heilu lagi þá). Þótt ég sé ekki viss um að ég geri það. Ég væri mest til í að skipta.

Myndirnar:




Ekki hika við að hafa samband.

laxness89@gmail.com

kv. Örn Ingi

Bætt við 14. júlí 2010 - 23:25
myndirnar önnur tilraun: