Er með Reverend Club King frá 1996 (bandarískur samkvæmt serial númerinu), svartur með toirtoise shell pickguard, natural headstock, Lollar P90 pickupum (Er ekki viss hvaða týpa frá Lollar samt), og bass countour fítus (roll takki sem þykkir eða þynnir soundið úr pickupunum, mjög kúl). Er bara að leita eftir Gibson Les Paul Junior singlecut gítar í skipti við þennan. Þeir eru verðlagðir á svipuðu verði á Ebay held ég, í kringum 1000 dollara, (þá er ég ekki að tala um vintage Juniors, veit að þeir geta selst á nokkur þúsund:) ) Reverendin er virkilega góður gítar og hljómar mjög vel. Það þarf líklegast aðeins að “set up” gítarinn því að B strengurin buzzar pínulítið þegar maður “diggar” í hann. Ég er EKKI að láta hann frá mér vegna þess að mér líkar hann ekki hann er bara aðeins of stór fyrir mig (semi-hollow) og ég er að leita mér að nettari gítar.
Tek það fram aftur að ég er BARA að leita mér að góðum Gibson Les Paul Junior í skiptum….