Er með Casio Ctk-591 61 nótu hljómborð. Fínt hljómborð fyrir byrjendur eða sem aukaborð fyrir lengra komna. Er einnig með MIDI tengimöguleika sem eykur notagildi þess verulega. Það er með um það bil 250 sound, slatta af trommutöktum og undirleik og inniheldur möguleikann á kennslu í grunnatriðum píanóleiks. Það kemur í Gator hardcase og með sustain pedal og straumbreyti. Einnig fylgja allir bæklingar með.

Verð: 35 þús

Behringer Bass V-Amp Pro. Mjög góð rack græja. Virkar vel sem formagnari og inniheldur marga effecta svo hægt er að nota hana sem nokkurs konar multieffect græju. Er titlað fyrir bassa en virkar einnig mjög vel með kassagítar eða rafmagnsgítar í nokkuð clean sound. Einnig mjög gott með hljómborði. Getur farið í pakka með hljómborðinu fyrir 40 þús.

Verð: 15 þús.

Behringer V-Tone. Bassa direct box með eq og smávegis overdrive ef beðið er um það.

Verð 5 þús.

Þetta þyrfti að fara sem fyrst þar sem ég er að fjármagna önnur græjukaup. Þetta er á norðurlandinu en get komið því suður eftir helgi ef um það er beðið og líklega eitthvað eftir það frítt.