Nú eru menn að spá í að skipta um magnara og ég spekúlera hvort það væri gáfulegt að taka Orange Tiny Terror og Marshall 1912 Box til að skipta út Fender FM100H og Fender 4x12 Boxi sem ég á í augnablikinu. Hef mikið dálæti af rokk/grunge og spila mikið blús og leik mér aðeins af djassinu.

Ég fór niður í Tónastöðina að skoða Tiny Terror og ég fílaði hann bara í tætlur en eina sem böggar mig er að mér fannst ekki nógu ‘'clean’' clean hljómur sem ég náði úr honum en það drepur svosem ekki neinn.

Hefur eitthver góða reynslu af Tiny Terror og vill ausa úr viskubrunni sínum? og endilega benda mér á betra box því ég vil helst ekki vera með 4x12 því það er svo anskoti stórt og fyrirferðamikið. stefni á 1x12 eða 2x12
Halló, ég heiti Lambaspörð og ég er facebookisti