Sælir, ég er að reyna að koma lagi sem ég er að dútla við niður í Guitar Pro en þar sem ég hef enga tónfræðikennslu fengið þá hef ég ekki hundsvit hvað ég er að gera.

Ég skrifa nóturnar niður og stilli hvað þær eiga að vera langar en stundum kemst riffið ekki inn á milli svona tveggja strika og þá kemur langt bil inn í riffið sem á ekki að vera. Svo spilast stundum ekki allar nóturnar í endann á svona bili eða hvað sem þetta kallast (á milli tveggja strika).

Ég reyndi líka að eiga eitthvað við tempo en það hjálpaði mér lítið.

Getur einhver gefið mér svona byrjunarspark í þessu?