Ég hef spilað á gítar í um 6 eða 7 ár en hef aldrei átt almennilegan kassagítar með stálstrengjum.
Ég ákvað því að leita af þessháttar gítar eins og enginn væri morgundagurinn og datt niður á Washburn D-10SCE,
Skoðaði hann svona á netinu og ákvað að kaupa hann á 15.000 og pickuppa úr Epiphone Les Paul standard,
vissi þá að það væri buzz í böndunm og gamlir strengir.
Allt í lagi með það nema að ég fékk hann í hendurnar í gær og það var bara klárað í flýti (var á hraðferð).
Síðan hef ég eitthvað verið að skoða hann svona og sé að platan ofaná er brotin á milli hálsins og pickguardsins og líka þar sem hálsinn er límdur á er líka sprungur á lakkinu og eitthvað dýpra þar sem hálsinn er festur á.
Ég er bara frekar mikið pirraður.
En ég bjó þessa grein ekki til að deila gremju minni heldur hvort einhver vitihvort hægt sé að laga buzzið, sprunguna og brotið,
án þess að þurfa borga mjög mikið ?