Sælir hugarar.

Hljómsveitin Piilot leitar eftir hljómsveit til að deila með æfingarhúsnæði sínu. Það er á góðum stað í Reykjavík. Herbergið er um 50fm, á hæð þar sem enginn annar er. Erum eina hljómsveitin í húsinu og megum spila eftir klukkan 5 virka daga, en eins og við viljum um helgar. Leigan yrði um 25þús á band.

Þetta er einstaklega gott húsnæði. Þess vegna leitum við aðeins að ábyrgðarfullum einstaklingum. Skilyrðin eru þessi:

1) Aðeins hljómsveitir með einstaklinga 21 ára eða yfir koma til greina.

2) Ekkert dóp, ef við sjáum vott af því hendum við ykkur út strax.

3) Stundvísar greiðslur, ekkert múður.

4) Engar nýstofnaðar hljómsveitir. Við setjum þetta skilyrði til að hvetja hljómsveitir sem er annt um “mannorð” sitt til að sækja um frekar. Þá er minna kjaftæði í gangi.

5) Vera skemmtileg.

Hafið samband við mig í gegnum huga.