Við í hljómsveitinni piilot erum að leita að bassaleikara og hljómborðsleikara. Þeir þurfa að vera metnaðarfullir og tilbúnir að leggja smá á sig við tónlistarsköpunina. Leitum af fólki tvítugu og eldri.

Við erum að semja tónlist sem spannar frá melódísku poppi yfir í gott rock n roll. Erum með gott æfingarhúsnæði í Reykjavík sem við erum einmitt að innrétta um þessar mundir. Við erum með gott Piano og gott kerfi fyrir hljómborðsleikara svo þú þarft ekkert að hafa áhyggjur af græjuleysi ef staðan er þannig hjá þér (þó svo að það sé auðvitað betra að þú sért með þitt eigið gear). Bassaleikarinn þarf aftur á móti að vera með sitt eigið stuff.

Við erum einmitt að taka upp nokkur demo núna sem við ætlum að setja á netið. Við erum þegar með 4 lög á netinu núna, hægt er að hlusta á þau á www.myspace.com/piilot.com

Áhugasamir hafið samband hér: contact(AT)piilot.com

Bætt við 3. apríl 2010 - 01:13
Linkurinn þarna á að vera
www.myspace.com/piilotmusic