Menial Effect er nýlegt starfandi band úr Reykjavík og Kópavogi sem spilar Rokk/Popp/Alternitive tónlist. Meðlimir hljómsveitarinnar eru á aldrinum 20-22 ára. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu árið 2009, sem var tekin upp í LMS studio í London. Menial Effect hefur uppá síðkastið verið að kynna sig fyrir íslendingum og hefur vengið góðar viðtökur. Nú nýlega tilkynnti trommarinn okkar að hann þyrfti að yfirgefa hljómsveitina og þessvegna leitum við að nýjum, góðum trommara.
Við spilum Rokk/Popp/Alternitive tónlist og við leitum að trommara sem hefur áhuga á tónlistinni okkar og er fljótur að læra og hefur fulla kunnáttu á trommuleik.
Við stefnum á að fara í stúdíó í sumar/haust að taka upp nýtt efni og hugsanlega gefa út plötu.

Ef þú hefur áhuga á að starfa með okkur þá getur þú haft samband við okkur í gegnum netfangið, menialeffect@gmail.com, og finnum tíma til að prufa þig.

kv. Menial Effect - myspace.com/menialeffect
(þú finnur okkur líka á facebook)