Ýmislegt dót til sölu sem ég hættur að nota :)

Er aðallega að leitast eftir beinni sölu en Bjóðið mér endilega skipti eða gerið mér tilboð!

Laney VH100r lampamagnarahaus: 100.000.- (skoða skipti og upp-í-tökur á honum)

Breskur 100w lampamagnari með nýlegum lömpum. Amerískt rafkerfi í honum en nettur straumbreytir fylgir með. Getur allt, hvort sem það er dauði og djöfull eða fiðrildi og regnbogar. Vel notaður og rokkaður magnari en virkar alveg 100%, fótrofi fylgir með.

Hausinn er í Hljóðfærahúsinu þar sem hægt er að prófa hann í “ró og næði”.

UPPLÝSINGAR og Myndir



Heimasmíðað effektabretti: 5.000.-

Brettið kemur í harðri tösku sem smella passar utan um það. Brettið er frekar lítið, fínt fyrir þá sem notast aðallega við fáeina pedala. Platan er ca. 40x28cm m. handföngum á endunum svo auðvelt sé að ná henni úr töksunni.

5.000.- er ca efniskostnaður + taskan.

Lennti í smá veseni með að redda myndum af brettinu, reyni að redda því í vikunni.



ÓSKA EFTIR:

- Octave pedal (Boss OC-3 eða annað)

- Delay/Reverb (Boss RE-20 Space Echo, Digitech Hardwire DL-8, MXR Carbon Copy eða annað)

- E-ð annað spennandi!


Er mögulega til í að skipta á/setja upp í: MXR Custom Audio Electronics Boost/Line Driver og/eða Ibanez CS-9 Stereo Chorus RI


Hafið samband í einkapósti eða á danielsmari@gmail.com fyrir tilboð eða spurnginar.


Endilega hafið samband og skjótið að mér tilboðum á þessar græjur!!!

Kv Vintage/Daníel