GIRNILEG HEIMASTÚDÍÓTÓL TIL SÖLU

Er að taka til í stúdíóinu hjá mér. Þar eru nokkrir gæðagripir sem ég nota lítið sem ekki neitt og þ.a.l. er um að gera að tékka hvort það sé einhver sem vanti eða langi í eitthvað af þessu dóti. Er búinn að kynna mér markaðsverð og er að setja sanngjörn verð á þetta þannig að prútti eða undirboðum verður ekki svarað né sinnt. Áhugasamir ekki hika við að hafa samband.

Ég gæti mögulega verið áhugasamur um einhver skipti. Góður mic-pre, compressor eða channel strípa eru á óskalistanum, trommumíkrófónar eða míkrófónar eins og t.d. Senheiser MD421 eru á óskalistanum. Langsóttari býtti myndu telja Gibson Les Paul, góðan kassagítar eða Marshall JMP45. Er til í að skoða ýmsar tillögur sem gætu legið á þessum slóðum.

Hér hefst svo lesningin…


Neumann TLM 103

Óumdeildir konungar míkrófónabransans eru Neumann. TLM línan frá Neumann var upprunalega framleidd til að fyrirtækið gæti svarað þörfum þeirra mússíkanta og pródúsenta sem voru að ryðja sér til rúms í heimastúdíóbyltingunni. TLM 103 er sá vinsælasti úr þeirri línu enda er þetta frábær alhliða transformerlaus condenser mic sem nýtist bókstaflega í hvað sem er - rödd, akústísk hljóðfæri, rafgítar, sem overhead eða hvað sem er annað. Svona mic er til í flestum stúdíóum veraldar enda alveg svaðalega vönduð og vel heppnuð græja. Þessi er c.a. 3 ára gamall og er í óaðfinnanlegu ástandi. Með fylgir shock-mount.

Hér er review sem segir alla sólarsöguna.
http://www.studio-central.com/review_of_the_neumann_tlm103.htm

Þessa gaura hef ég séð ódýrast auglýsta á 999$. Í Pfaff fer hann á 129.900.- .

Verð 95 þúsund.


M-audio Trigger finger
Snjöll græja sem nýtist bæði í live spilamennsku sem og í stúdíóbrjálæði. Multi functional MIDI stýrill sem brúkast sérlega vel við það að triggera sömpl og lúppur í real time.

Hér er kynningarmyndband um gripinn:
http://www.youtube.com/watch?v=y4wMo5xu828

Hér má lesa hvað Sandeep Kumar (hver svo sem í helvítinu það er) hefur um málið að segja.
http://www.audiomidi.com/content/reviews/kumar_triggerfinger.aspx

Og hér er mynd af þessarri elsku
http://etechdocs.com/tutorials/triggerfinger/images/trigger_finger_callouts.jpg

Verð 22 þúsund


Rode NTV - Tube mic
Rode NTV er ekki lengur framleiddur og virðist vera að sækja í sig veðrið sem safngripur fyrir vikið.

Þetta er c.a. 10 ára gamall mic og eftir því sem ég kemst næst þá er NTV fyrsta tegundin af lampa mic-um sem Rode gerðu, með Jensen transformer og öllu því fínasta öðru sem hægt er að klína í stálhólk sem nemur hljóð. Þessi lína var framleidd áður en Rode fóru að fjöldaframleiða og vinna kostnaðarlega hagkvæmari vörur og það er víst ekkert allt of mikið til af þessum gaurum í heiminum. Þeir eru hættir að framleiða þá, einkum og sér í lagi því efniviðurinn í þá er dýrari en í þá mic-a sem þeir eru að framleiða núna og þ.a.l. verða þeir að vera mun dýrari en Rode menn vilja hafa vörurnar sínar.

Hann er ekki allra. En þeir sem vilja mic sem tekur vel við sterkum röddum og miklum hamagangi þá er þessi í fremstu röð. Þeir sem eru að taka upp rokk eða metal ættu að skoða þennnan gaumgæfilega. Toppstykkið er þannig lagskipt að það er eins og það sé innbyggður pop-filter sem kemur sér sérstaklega vel ef menn eru að taka hressilega á raddböndunum í sér. En einnig svínvirkar hann t.d. á kassagítar. Unique og sjaldgæfur míkrófónn sem það má vel vera að ég sjái eftir að hafa selt ef hann fer.

http://farm3.static.flickr.com/2355/2082969107_bb0969ef4c.jpg

http://www.sonorisationpeak.com/IMG_1919.JPG

Chris Cornell nefnir þennan mic sem sinn uppáhalds lampa mic og á fyrstu sólóplötunni hans var það Rode NTV gaur ásamt Sure SM7 sem hann söng í. Þetta er ekki alhliða mic sem nýtist vítt og breitt. En hann hefur einstakt sánd sem gerir hann einstakann.

Hér geta menn svo lesið sig til lífs eða leiðinda:

http://mixonline.com/mag/audio_rode_ntv_true/

Verð 65 þúsund.

Presonus Eureka - Channel strip - Míkrófónformagnari / Eq / Compressor

Presonus hittu í mark þegar þeir komu með þessa græju á markað. Eureka er ein vinsælasta strípa í heimi enda er þetta mjög fjölhæf græja sem á heima í öllum smærri og millistórum stúdíóum. Svakalega fjölhæf græja sem hefur fengið frábæra dóma.

http://www.soundonsound.com/sos/may04/articles/presonuseureka.htm

Verð: 75 þúsund. (nýr á 103þ í Hljóðfærahúsinu)


TC Elctronic - PowerCore Compact FW

Firewire plug-in græja sem virkar með öllum helstu tónvinnsluforritum. Powercore er konseptið sem ruddi brautina fyrir fjölmörg fyrirtæki sem í dag framleiða DSP græjur sambærilega þessarri - þ.e.a.s. sér græja, með sér örgjörva sem þú plöggar í tölvuna þína. Öll vinnsla með þeim plug-ins sem eru á græjunni reyna því ekki á örgjörvana í tölvunni þinni og hægir þar af leiðandi ekki á vinnslunni. Öll plug-in sem fylgja með eru í hæsta klassa. Hér má sjá upptalninguna á þeim.

http://www.tcelectronic.com/powercoreconceptfeatures.asp

Hér er svo grein um Powercore.
http://www.soundonsound.com/sos/dec04/articles/tcepowercore.htm

Powercore Compact græjan er ekki lengur framleidd en hún er engu að síður 100% nothæf ennþá og öll Powercore plug-in virka á henni.

Verð: 45 þúsund.

Roger Linn - Adrenalinn 1

Vel furðuleg effektagræjusamsetning. Multieffekt, trommuheili og amp simulator allt í sama pedalanum. Samserningin býður uppá mjög furðulega beat- óríenteraða effekta. Byrjunin á laginu “Bigger than my body” með John Mayer er gott dæmi um það hvernig þessi græja er öðruvísi en allt annað.

ATH öll þessi demó eru gerð með Adrenalinn III - græjan sem ég er að selja er Adrenalinn I en hægt er að öppgreida í III fyrir 99$.
http://www.youtube.com/watch?v=d3hlgUIVxdY
http://www.youtube.com/watch?v=gPvr6Sx0QZU&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=jO2vBWv03qc
http://www.rogerlinndesign.com/products/adrenalinn3/adrenalinn3.shtml


Verð 25 þúsund.



EÐA ALLT SAMAN Á 300 ÞÚSUND
We´re gonna play a song. If it sucks it´s jazz - if it´s good, we got lucky! - Stevie Salas