Komiði sæl, Þar sem ég er að mestu leyti hættur að reiða mig á “hardware” hef ég til sölu velmeðfarinn Yamaha A5000 sampler. Um er að ræða stærsta bróðurinn í A-sampler seríunni. Þetta er mjög hentugt tæki, til að mynda upplagt fyrir þann sem keyrir örgjörvann ávallt í botn við tónlistarsköpun sína með plugin-notkun. Þá er hægt að keyra A5000 með sequencernum í gegnum MIDI og minnka álagið á örgjörva tölvunnar. Einnig er fjöldi effekta í honum og blanda má sex slíkum saman samtímis. Ítarlega umfjöllun er að finna um hann hér:
http://www.soundonsound.com/sos/apr00/articles/yamahaa5000.htm
Hið eina sem ég hef út á A5000 að setja er hið alþekkta “knob” vesen þeirra Yamaha-manna, stundum láta snúningstakkarnir framan á honum ekki mjög vel að stjórn. Hinsvegar venst það fljótt og einnig hef ég lesið að mögulegt sé að stjórna samplernum frá tölvunni sjálfri.
Í samplerinn hef ég sett 7,6 GB harðan disk sem geyma má sömpl á (http://www.hd4less.com/samspin76uat.html). Þar að auki fylgir með HP SCSI drif til að ferja sömpl inn í samplerinn og brenna “backup”, fjórir geisladiskar með hljóðum og að sjálfsögðu allar nauðsynlegar snúrur fyrir bæði samplerinn og geislaskrifarann (Rafmagns- og SCSI kaplar). Ég vildi gjarnan fá 35-40 þúsund krónur fyrir allt þetta saman. Hér gefur að líta myndir af eintakinu sem um ræðir:
http://i777.photobucket.com/albums/yy58/gegnsaett/IMG_7733_1.jpg
http://i777.photobucket.com/albums/yy58/gegnsaett/IMG_7736.jpg
Áhugasamir hafi samband, Björn Gauti
bjorngauti@gmail.com
