Halló,
Ég er búin að spila á þverflautu í eitt og hálft ár. Ég æfi mig mikið heima og er að fara að taka grunnstigið í vor.
Allaveganna, ég er mjög líklega að fara að flytja suður í haust.
Mig langar virkilega að komast lengra með flautuna, en þá verð ég líklegast að fara í tónlistarskóla. Ég er í Tónlistaskólanum á Ísafirði, og ég held að ég myndi ekki komast svona vel áfram bara sjálf.
Mig langar að vita hvort að einhver hérna mæli með tónlistarskóla, eða flautukennara. Síðan langar mig líka mikið að vita hvort það sé erfitt að komast inn í skólana þarna fyrir sunnan :)

Bætt við 8. febrúar 2010 - 22:51
Úps, já, ég er búin með tónfræði, þannig að það er ekki vandamál. Væri samt alveg til í að reyna hljómfræði aftur…