Jæja nú er ég í algjörum vandræðum. Nú er komið að því að ég þarf að fara að kaupa mér nýjan gítar. Ég er bara í algjöru veseni hvernig gítar ég ætti að fá mér og þegar ég fer í hljóðfæraverslanir finnst mér þeir hljóma allir svo svipað (tele, jaguar, jazzmaster, strat, aðallega þeir sem ég hef verið að skoða) en ég bara veit ekkert.
Tónlistin sem ég hlusta á er mest svona Indie, Alternative, Post-Rock getið tékkað www.last.fm/user/snorrimar og séð hvernig tónlist ég hlusta á og kannski gert ykkur grein fyrir hvernig tónlist ég mun líklega spila vegna þess að ég held ég muni fara í einhverjar svona Indie stefnur. Mér hefur litist mjög vel á Jazzmaster Classic Player, en það er spurning hvort það sé nógu og góður gítar miðað við það að ég hef hugsað mér að eyða rúmum 200 þúsund krónum í gítarinn. Hef einnig áhuga á Telecaster, en það eru svo margar tegundir að ég veit ekki neitt, kannski getur einhver bent mér á einhverja solid týpu?

Mælið þið almennt með Jazzmaster? Hvernig taka pickuppanir í effecta og hvernig er distortion soundið í þeim ef ég skyldi vilja fá smá fuzz sound í hann? Mæliði frekar með að ég skoði einhverjar aðrar týpur?

Annað, hvernig er það með ebay? er það alveg óhætt?

Kær Kveðja,

Bætt við 2. febrúar 2010 - 17:53
Átti auðvitað að vera gítarval í fyrirsögninni.