Já góðann daginn, svo er mál með vexti að bandið sem ég er í æfir bara 3-4x í mánuði og það er einfaldlega ekki alveg nóg fyrir mig :)

Ég spila á bassa og er vel græjaður í þeim málunum, auk þess að ég á eða get útvegað allt sem þarf til þess að halda tónleika á meðalstórum stað (ég hef reddað hljóðkerfi fyrir tvenna tónleika í populus tremola, reddaði græjum fyrir “Húsavíkurrokkúrt 2009” og eitthvað fleira í þá áttina) auk þess sem að vera með allt sem til þarf í upptökur.

Hef spilað í einhver 5 ár, reyndar verið frekar óheppinn með það að ég hef verið í fáum mjög aktívum böndum. Er búinn að vera í tónlistarskólanum á akureyri síðan ég byrjaði að spila, og hef tekið þátt í einum söngleik sem bassaleikari (We Will Rock You í flutningi leikfélags VMA) og allstaðar fékk söngleikurinn (og þá sérstaklega hljómsveitin) alveg frábæra dóma.

Langar að vera í bandi sem að æfir ekki sjaldnar en reglulega tvisvar í viku, er ekkert alltof upptekinn af tónlistarstefnu, en sjálfur hlusta ég mest á metal (In flames) en mér finnst gaman að spila flesta tónlist, það sem mér finnst hinsvegar leiðinlegt er að vera að spila eitthvað og það er ekki þétt. Nenni ekki að vera að spila tónlist sem að er of hröð til að hægt sé að spila vel.

Gæti verið að ég og vinur minn séum að byrja á bandi sem mun spila eitthvað afbrigði af black metal (hugsið “Sólstafir”) með rosalega mikið af skrítnum taktpælingum (12/8, 13/8, 7/4, 6/4 og fleira í þá áttina) og erum komnir langleiðina með að semja 4 lög. Í það verkefni vantar okkur sennilega gítarleikara eða trommara, mögulega einhvern söngvara (erum samt eiginlega ekki að leita eftir growli) og ekki væri verra að hafa einhvern sem gæti glamrað á hljómborð/orgel. Þetta band verður kanski betur auglýst seinna (og sendum þá inn lagadæmi)
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF