Sælir félagar.

Mig langaði bara að deila þessari snilldarsíðu með þeim sem hafa áhuga á að læra að spila jazz á gítarinn. Þetta er semsagt eldri maður sem heitir Jimmy Bruno og er hálfgert djassgítar legend í USA. Þegar hann var orðinn þreyttur á að túra þá stofnaði hann þessa kennslusíðu ásamt David Butler sem var einn af stofnendum AOL á sínum tíma.
Ég er búinn að vera að nota þessa síðu í ca. mánuð og læra helling. Það eru fullt af kennsluvídeóum þarna að sjálfsögðu en það sem er mesta snilldin er að þetta er interactive, maður tekur semsagt upp vídeo af sjálfum sér að spila æfingarnar og póstar á síðuna og Kennarinn póstar svo svarvídeóum til baka. Síðan er líka mjög aktívt community hjá nemendunum, spjallkorkar og nemendur mikið að kommenta á vídeó hvers annars.

Anyway, vildi bara deila þessu með ykkur þar sem ég er eini Íslenski notandinn á síðunni. Væri gaman að fá fleiri Íslendinga með.

Slóðin er: http://www.jimmybrunoguitarinstitute.com og það kostar 20 dollara á mánuði að vera með.