Halló allir

ég er búinn að vera að lesa mér til um lampa í formögnurum og hvað þeir gera mikið fyrir sándið.. Semsagt, hvort það geri nokkuð fyrir hljóminn að skipta honum út fyrir nýjan/aðra týpu. Ég er búinn að gúggla þetta mikið og það virðist vera að menn séu ekki sammála um þetta. sumir segja þetta breyta hljómnum mjög mikið og aðrir segja þetta ekki gera neitt.

Nú spyr ég, hvaða reynslu hafa menn af þessu? Endilega deilið fróðleik ykkar.. Þetta er semsagt 12ax7 lampi (held ég alveg örugglega) í Marshall valvestate magnara frá 90 og eitthvað.