Einhver auglýsti á barnalandi eftir gömlum Hagström kassagítar um daginn. Ég álpaðist inn á þessa síðu í dag og sé þá að einhver hafði svarað þann 17. og sagðist eiga gamlan Gibson og inní honum stæði J-45. Ég hoppaði náttúrulega upp úr stólnum því hann kostar nýr 3100 dollara og eigandinn vildi fá 10-15000 kall fyrir hann. Ég hafði samband eins og skot og auðvitað hafði gítarinn selst í hvelli. Nú spyr ég sjálfan mig að því hvort ég hefði ekki keypt hann á þessum prís og lifað við samviskubitið. En djöfull er það ósvífið að ræna svona sakleysingja sem horfa bara á svona hljóðfæri eins og hverja aðra spítu. Viss um að þetta var kvenmaður, það er hending að hitta konu sem horfir “inn” í hljóðfærið.