Er með Fender Bassman 100W bassamagnara til sölu. Var keyptur í hljóðfærahúsinu árið 2004. Hefur verið notaður á bæði æfingum og tónleikum en seinustu árin hefur hann bara setið í herberginu hjá mér í sorglega lítilli notkunn, sem er einmitt ástæðan fyrir því að ég sel hann. Þetta er gamla týpan ekki sú sem er á fender.com núna. Hægt að sjá mynd af eins magnara hér.
100W magnari með 1x15 keilu. Skrambi hávær þrátt fyrir að vera bara 100W. Komst ekki nálægt því að þurfa að botna hann á æfingum og hef einnig notað hann á litlum tónleikum án þess að tengja hann í hljóðkerfi. Magnarinn er í topp standi. Sér ekki á honum. Lítið mál að fá að koma og prófa hann. Er í vesturbæ kópavogs.
Veit svo sem ekki hvað er sanngjarnt verð fyrir svona gaur í dag. Þegar ég keypti hann á sínum tíma kostaði hann tæpan 80 þúsund kall ef ég man rétt.
Var að hugsa um 40.000kr fyrir hann.
Hægt að ná í mig hér á huga, á Matti21[hjá]gmail.com eða einfaldlega í síma 6911096.