Sælir Hugarar
Ég var að kaupa SVT magnara all tube núna í gær, og ég og pabbi vorum eitthvað að laga stillingarnar til að eyða einhverju suði sem kom. Það var eitthvað með tube bias að gera, en það sem ég ætlaði að spyrja var að pabbi var eitthvað að fikta í þessu og setti output snúruna í power amp in tengið, þannig að ekkert merki fór úr magnaranum yfir í boxið. Rafmagnið fór þá af herberginu þegar var kveikt. Ég hef lesið bæði að það geti skemmt magnarann, en líka að það sé í lagi svona við og við, vitið þið eitthvað hvernig ég gæti séð að eitthvað sé að. Það virkaði að kveikja á honum eftir á og allt virðist í lagi, samt grunar mig að einhverjar skemmdir gætu hafa orðið án þess að ég viti af því..