Mig vantar smá hjálp með digitech whammy pedalinn minn, ég keypti hann nýjan fyrir rúmlega viku síðan og ég tók eftir því í gær að hann er ekki næstum því jafn “smooth” eins og þegar hann var nýr, semsagt Expression pedalinn, hann er bara orðinn stífari og já bara ekki jafn lipur. Svo heyrist líka alltaf eitthvað klikk í expression pedalnum þegar maður hreyfir hann sem ég man ekki eftir að hafa heyrt áður. Mér þætti mjög vænt um ef einhver sem hefur reynslu á þessum pedulum eða hefði lent í einhverju svipuðu gæti deilt með sér fróðleik um þetta vandamál. Ég þori ekkert að fara smyrja hann eða fikta í einhverjum skrúfum þar sem hann er enn í ábyrgð.

Takk fyrir lesninguna kveðja óska