Sæl veriði

Við erum 4 strákar sem höfum verið í hljómsveitum í gegnum tíðina, eigum allar græjur(fyrir utan söngkerfi), erum með æfingarhús en okkur vantar aðeins eitt og það er söngvari. Tónlistarstefnan sem við erum að pæla í þessa dagana er kannski eitthvað í líkingu við carpark north, ensími, muse og ég held við komumst ekki hjá því að það verða alltaf einhver áhrif frá þyngri áhrifavöldum. Þessi bönd sem ég nefni eru bara svo þið hafið einhverja hugmynd um hvað við ætlum að gera. Ætlum okkur að gera nýja og ferska tónlist. Við erum strákar í kringum 20. Í hljómsveitinni er 1 trommari, 1 bassaleikari og 2 gítarleikarar. Það væri ekki verra ef söngvarinn gæti spilað á synth en það er ekki möst. Stelpur ekki hika við að hafa samband ef þið hafið það sem til þarf. Líka ef það er einhver synthagaur þarna úti sem hefur áhuga, þá má hann alveg hafa samband líka hér fyrir neðan.

Bætt við 19. nóvember 2009 - 11:51
Já ég gleymdi að minnast á það að við erum að æfa í Hafnarfirði eins og er.