Ég veit ekki hvort þetta á heima hérna en mig langar til að spurja ykkur hvort þið hafið spilað með frægum íslenskum tónlistarmanni? Ég sjálfur hef spilað með Jónsa úr svörtum fötum.
Ég spilaði með jónsa úr sigurrós, það var gefið út, það var alveg handónýt tónlist reyndar. Hmm.. hverjir aðrir eru frægir sem ég hef spilað með? Heiða fyrrum Ununarsöngkona.. Telst hún fræg?
Bætt við 30. október 2009 - 12:05 Ókei, ekki ég sjálfur en ég verð að bæta þessu við.. Ómar Ragnarsson notaði einusinni gítarmagnarann minn sem söngkerfi á árshátíð, hann kunni ekki að slökkva á tremelóinu í magnaranum þannig að hann hljómaði eins og hann væri að stama allt kvöldið.. :D
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.
Ég vann ekkert með honum, þetta var verkefni sem Hilmar Jensson djassgítarleikari setti upp þar sem nokkrir gítarleikarar spiluðu saman, Jónsi og Hilmar spiluðu einhverskonar inngang og svo voru amk 10 aðrir gítarleikarar sem komu inn í verkið, ég var einn af þeim semsagt. Þetta var gefið út á disk sem “Helvítis Gítarsinfónían” og það var réttnefni..
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.
Guðni í Dr. Spock sprengdi 2 keilur og 2 tweetera í bassamagnaranum mínum :P telst það með ?
Magnarinn minn hefur líka verið notaður á eistnaflugi síðustu 2 ár (og lifði það af, en guðna tókst að rokka hann í döðlur)
Og hef spilað aðeins með Afa, en hann var einmitt í hljómsveit ingimars eydal. Hef líka spilað með Gúa Ring, Kidda Guðmunds, Sæsa Ben og einhverjum köllum í partýi um versló :P
Hvað spilaði afi þinn á í Þeirri hljómsveit, bara smá forvitni í mér þar sem að Ingimar Eydal og Finnur Eydal klarínettuleikari voru bræður afa míns :)
Magnús þór Sigmundsson(faðir minn), hef oft spilað á Böllum með á móti sól og einu sinni deilt balli með í svörtum fötum og hef einnig spilað á tónleikum með Dr.spock þar sem trommarinn gekk frá trommu micum sem við vorum með á settinu haha
Bætt við 30. október 2009 - 16:58 tek það framm að bandið mitt spilaði á tónleikum ásamt þessum tónlistar mönnum
Ég spila á trommur. Hann Gulli er alveg frábær gaur, hann var eitthvað í heimsókn hjá foreldrum mínum og heyrði í okkur spila Exizt í skúrnum. Við erum á fullu að spila þetta og allt í einu birtist andlitið á honum í glugganum á skúrnum, horfandi á okkur spilandi lagið sem hann samdi og við bjóðum honum inn til okkar. Hann spyr hvort hann megi spila með okkur og það endaði með því að við vorum spilandi saman í eitthvað korter.
Hef spilað (eða sungið, í nokkrum tilfellum) á sömu tónleikum og ansi margir, t.d. KK, Hera Björk, Kristjana Stefáns, Alan, norskur gaur sem var í Eurovision… :P Svo hef ég spilað (já, eða sungið) með Sigga Ingimars oftoft, Regínu Ósk, Heimi, Svenna (þeir voru í Luxor :P ), Óskari Einars.. Man ekki fleiri.
Það hefur allt verið tilviljunar kennt það sem ég hef spilað með frægum einstaklingum. En hef glamrað undir hjá Eiríki Haukssyni í afmæli hjá honum sjálfum og strákarnir úr Jeff Who hoppuðu uppá svið á skemmtistað þar sem ég var að spila og blönduðust böndin 2 skemmtilega saman. Einnig hef ég spilað Honky Tonk woman þar sem Stjáni nokkur Stuð söng úr sér hjartað :)
Það er rosalega gaman að lesa þetta hjá ykkur,þetta minnir mig á þegar ég var að byrja að spila.Reyndar hef ég spilað með fullt af þekktum mönnum og konum í gegnum tíðina.Ég get ábyrgst það að það er jafn áhugavert og fræðandi að spila með ungum og óreyndum tónlistarmönnum og konum eins og gömlum jálkum úr bransanum.Ég hef ávallt gaman að því að koma inn í æfingarpláss og heyra eitthvað nýtt sem er að gerast og tala ekki um að fá að taka í.Ég hef verið í mörgum þekktum og óþekktum böndum í gegnum tíðina en ætla að láta vera að fara að telja það upp.Eins og ég sagði bara frábært að fá að fylgjast með.Takk fyrir mig.Keep on rockin´guys and girls. Kveðja Máni
Gunnari Bjarna úr Jet Black Joe, Snorra Snorrasyni (Idol), Hjalla/Ingó og Silla úr Stripshow, Michael Bruce úr Alice Cooper Group, Danna Pollock úr Utangarðsmönnum…
Þetta er það sem kemur efst upp í huga. Síðan eru að sjálfsögðu óteljandi bönd sem maður hefur hitað upp fyrir eða spilað á tónleikum með en maður nennir ekki að vera að telja það allt saman upp.
Bætt við 3. nóvember 2009 - 22:08 Jaaa og trilljón sinnum spilað með Bödda og Dabba úr Dalton ef þeir teljast orðið frægir í dag. :)
Matta Matt úr pöpunum og Gulla Helga einnig úr pöpunum (bassaleikarinn), spilaði í síðustu upptöku Rúnars Júl, Eyþóri Inga (Vann Bandið hans Bubba og Söngkeppni Framhaldsskólanna), trommuleikaranum úr bermúda sem ég man ekkert hvað heitir, var á Playbacki fyrir Herbert Guðmundsson á soundtesti (can't walk away :p) Halla og Valla frá Akureyri auk Stebba Bassaleikara frá AK líka (kannski ekkert afspyrnu frægir en vel þekktir á svæðinu) svo var ég einhverntíma að spila á sama balli og Magni og eitthvað lið en ef við förum út í svoleiðis tengsl er þar hellingur.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..