Ég ætla nú að selja rafmagnsgítarinn minn.

Ég keypti mér hann í gegnum www.music123.com og shopusa.is um sumarið 2007. Ég er lítill hljóðfæraleikari, og keypti mér þennann af því mig langaði til að læra á gítar. Síðan hefur hann mestmegnis setið á standinum sínum inni í stofu. Fínasta stofustáss reyndar, af því hann lúkkar helvíti vel, en nú ætla ég að fara í annað áhugamál og ætla því að losa mig við hann.

hér er hægt að sjá upplýsingar um þetta kvikindi:

http://www.music123.com/Washburn-WI64-Electric-Guitar-514236-i1321371.Music123 (þetta er ódýrari týpa en munurinn felst (held ég) helst í lúkkinu)

http://www.bmusic.com.au/images/aewi-64dlall.jpg (alveg sama týpa og þessir grænu og bláu, nema minn er dökk rauður með gull hardware-i)

http://reviews.harmony-central.com/reviews/Guitar/product/Washburn/WI64DL/10/1 (hér er hægt að sjá fólk tjá sig um þessa gítara)

Með gítarnum getur fylgt forláta standur, og pínulítill magnaradjöfull, Roland micro cube, sem er m.a. snilld í útilegur og slíkt, því hann gengur líka fyrir batteríum! ;)

http://www.roland.co.uk/products/productdetails.aspx?p=594 (hér má sjá kubbinn)

Ég nenni því miður ekki að setja inn mynd af mínu eigin dóti af því að myndavélin mín er í fokki, en allt er þetta dót ákaflega lítið notað og í 100% topp standi.

Ég ætla að láta markaðinn sjá um það að verðmerkja þetta og bið því um tilboð í pakkann, með einkaskilaboðum.

Kærar þakkir,

Mummi