Var að spá í hvort þið vitið hvort og hvar á íslandi er hægt að fá “tónlistar” eyrnatappa ? Altsvo sérstaka tappa sem að eru hannaðir til að dempa hljóð jafn yfir mestallt tíðnisviðið. Semsagt svo að ég geti verið með þá þegar ég er að hljóðmannast (og nei, ég er ekki að tala um að mixa með headphona svo allir nema ég eru að ærast, er meira að spá í svo að eyrun séu ekki þreytt eftir 3gja tíma soundtékk þegar tónleikarnir byrja, þegar maður þarf að stinga eyranu framanvið gítarmagnara til að hlusta eftir besta sándinu, ofaní mónitor í miðju lagi til að skoða mónitor mixið í honum, eða þegar einhver gleymir að setja snerilmicinn á og maður þarf að gera það meðan trommarinn er crashandi 15cm frá eyranu á manni)

Er að spá í eitthvað í þessa áttina:
http://earplugstore.stores.yahoo.net/profmusearpl1.html

Einnig, er einhver áhugi fyrir hóppöntun á þessum fónum ?
Ef ég fæ virk svör við þessum þræði kanna ég kanski að starta hóppöntun ;)
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF