Hljómsveitinni Piilot vantar trommara. Erum að leita að einhverjum á aldrinum 20 og upp, og algjört möst að hann sé góður.

Við erum staðsettir í Reykjavík. Vorum að fá þægilegt húsnæði sem er á góðum stað, með rimlum fyrir gluggum og til stendur að setja upp þjófavarnarkerfi þarna.

Við spilum frekar fjölbreytta tónlist, frá melódísku poppi yfir í rock 'n roll.

Trommarinn verður að vera metnaðarfullur því við erum með alveg glás af góðum lögum sem við hyggjumst ætla gera eitthvað almennilegt með. Erum með þrjár frekar gamlar live upptökur sem hægt er að finna hér: www.piilot.com. Lögin sem þarna hljóma hafa þó breyst nokkuð.

Erum að leita að góðum trommara, einhverjum sem fittar vel inn í hópinn og er metnaðarfullur, það er lykilatriðið!

Ef þú ert að leita þér að góðri hljómsveit, góðum hópi manna til að spila með, þá skaltu senda mér skilaboð á huga eða senda okkur mail á contact@piilot.com.

Metnaðarfullur, metnaðarfullur, metnaðarfullur.