Daginn hér, klíka.
Uppá síðkastið hef ég verið að velta því fyrir mér að skipta úr Line-6 Spider II magnaranum yfir í eitthvað analog stykki, til dæmis eitthvað Marshall Combo eða eitthvað slíkt sem mælt er með.
Þar sem ég er hins vegar mjög ófróður á sviði magnara og pedala (ég meira fikta eitthvað út í loft og nota það bara þangað til ég spila næst) var ég að velta fyrir mér hvort einhver gæti komið með góðar uppástungur að mögnurum og petulum til að kaupa…er mest að spá í magnara sem þarf að geta yfirgnæft trommusett ofl., en af pedulum vantar mig bara svona basic distortion til að byrja með, seinna hefði ég áhuga á einhverjum chorusdelay og reverb pedulum.

Vona að einhver nenni að taka smástund í þetta og ég er opinn fyrir ölumm uppástungum, þó að ég sé reyndar ekki hrifinn af Vox og Fender mögnurum.
Anywho, thanx.