Sælir hljóðfæringar.
Var að pæla, hvaða diskar/plötur eru ykkars í sambandi við hljóðfæraleik eða hafði sem mest áhrif á ykkur í að spila tónlist. Og endilega með smá útskýringum afhverju.
Ég skal byrja.

Nevermind-Nirvana
kannski ekki mest tæknilegasti hljómsmíði í heimi en þessi diskur varð til þess að ég fór að spila á gítar/syngja.

Electric ladyland-Jimi Hendrix
Guð má vita hversu oft ég hef hlustað á hann síðustu 5 ár ég fæ ekki leið á honum og ég er alltaf jafn hissa þegar ég hlusta á Hendrix hvað hann er suddalega góður gítarleikari.

Tom Waits-Rain Dogs
Skemmtilegasti píanó leikur sem ég hef hlustað á. Og hvernig hann getur málað mynd með söngnum orðunum og píanóinu er töfrum líkast.

Það eru fleiri en ég þyrfti þá að halda áfram út vikuna.
Hvað með ykkur ?