Var að pæla… í gær fékk ég þá hugmynd að smíða mér lítið bretti fyrir effectana mína og þar sem að ég gat ekki fengið litla krosviðarplötu fékk ég 1,20 fermetra plötu. Og þá datt mér í huga að smíða bara slatta af svona einföldum brettum og kannski reyna að selja þau á svona 2-3 þús. Myndi einhver hérna hafa áhuga á svona einföldum brettum? gerðar úr 10mm krossvið, allara pússaðar og fínar. ætla me´r að líma þetta fyrst saman með trélími og negla þetta kannski eitthvað. Og mögulega spreyja þetta ef ég á einhvern afgang eftir að ég verð búinn að spreyja þetta.

Ég er búinn að saga nokkra platta og stærðirnar sem ég var með tilbúnar voru held ég 30cm x 15 og 40cm x 20cm. eithvað þannig svo þetta ættir að rúma allavega nokkra effecta. Bara plain platta með 4cm háum ramma í kring. Mun pottþétt bera á þetta ef ég spreyja þetta ekki.

Svo, áður en ég eyði ´tima í að klára að smíða þetta, væri einhver til í að fá einn svona á svona 1500 til 2500? Mun auðvitað pósta myndum og ég er ekki að tala um neinar skuldbindingar.
Nýju undirskriftirnar sökka.