Ég er semsagt búinn að vera að spila á bassa í eitt og hálft ár en hef bara verið að spila á einhvern drasl bassa sem að mamma keypti hjá Gítarnum og gaf mér í afmælisgjöf. Ég hef þessvegna ákveðið að það sé kominn tími til hjá mér að kaupa nýjann bassa. Hef svoldið verið að pæla í að fá mér Firebird/Thunderbird eða Rickenbacker (ég á nóg fyrir honum, held ég), en ég er ekki viss um að ég ætti að kaupa mér einn þannig þar sem að ég er bara nýbyrjaður. Þannig að ég spyr ykkur hugara, með hvaða bassa mælið þið með, er að leita einhverjum sem “sándar” vel, er þæginlegur og flottur, en samt ekki of dýr (ekki yfir 100.000).