Heimastudio – Hljóðkort – Hjálp !

Pósta þessu bæði á hljóðfæri og hljóðvinnsla.

Ok málið er að ég er frekar grænn þegar kemur að hljóðvinnslu.
Þannig að ég þar einhverjar ráðleggingar um hvað við feðgar eigum að gera til að fá fram þokkalegt heimastúdio. Við erum með herbergi, en til að byrja með verðum við ekki með controlherbergi.
Herbergið verður velútfært, hljóm- og hljóðeinangrunarlega. Við erum þegar með allt sem þarf til að keyra gott ball, hljóðfæra og magnara lega. T.D 2-3 Mixera. 3 Kraftmagnara, krossovera, box og þessháttar. Þokkalegt trommusett, Piano, þrjár lampastæður bassamagnara og einhverja míkrófóna. Ein góð headphone og einhverja mica.
Hef verið að nota Mbox – og protools 6, eitthvað! Notað preeampa úr Macki mixer með boxinu ef ég hef viljað taka upp fleiri rásir en alltaf verið bundinn við 2 úr m- boxinu.

Ætlaði svo sem ekkert að vera að fara lengra en var að rekast á alvöru macca sem veldur því að mig langar að klára dæmið. Þar sem þetta var ekki inn á neinni áætlun og hugmyndin er ekki pro studio heldur að geta gert skammlaus demo og lært og þroskast í þessu.

Ekkert allt of dýrt!

Held að mig vanti eftirfarandi:
Monitora. Ekkert landsliðs en eitthvað sem er skinsamlegt.
Hljóðkort. Þarf eitthvað meira en gamla boxið, allavega 5-6 rásir inn svo éggeta tekið trommur.
Hugbúnaður. Vil samt gjarnan nota protools áfram þar sem það er svona industrial standard, en þá hvað um t.d pluginns?

Sem þýðir að mig vantar aðstoð eða ráðleggingu við að velja!

Einnig ef einhverjir eiga eitthvað spennandi sem þeir vilja láta a´góðu verði því ég er þegar búinn að sprengja budgettið fyrir árið!

Þakka öll skinsamleg svör.
Einar k Haraldsson
E.Ha