kvöldið félagar!
ég hoppa svolítið á milli tónlistartegunda. Og hingað til hefur þetta verið frá byrjun svona, pönk, soul, og trúbadoratónlist.
Núna er ég heltekinn af gömlum flottum synthasándum. Depeche Mode, Kraftwerk, Duran Duran, Motion Boys, FM Belfast t.d
Ég finn ekki almennilega soft syntha til að prufa mig áfram, ásamt einföldum trommumaskínum. Hvar væri helst að leita að softsynthum fyrir mac? Auðvitað tími ég ekki að borga krónu fyrir þetta. Mig dauðlangar að henda upp bandi sem væri með setupið þannig að það væri c.a 2-3 synthagaurar, kannski mennskur bassaleikari, og trommari, með aukadóti. Er samt ekki alveg búinn að ákveða þetta. Langar bara til að byrja með að leika mér að hljóðum.
Er einhver þarna úti að nördast í þessu?