Tegund græju og fídusar: 10
Þetta er Boost/Overdrive pedali sem er afrakstur samstarfs Custom Audio Electronics og MXR.
Þetta er semsagt 2 effectar í einu boxi.
Boost rásin er með true bypass on/off traðktakka og einn snúningstakka sem stjórnar boost-magninu. 0db - 20db
Overdrive rásin er einnig með true bypass og svo er hún með snúningstakka fyrir output, tone og gain.
Mjög einfaldur í notkun. Ef þú þarft manualinn til að skilja þennan effect, þá er bara eitthvað að :)
Gengur bæði fyrir 9v batterý og straumbreyti.

Sánd einkun: 10
Þessi gaur kom mér skemmtilega á óvart. Ég var nefnilega búinn að skoða þónokkur reviews á harmony-central, þar sem annað hvort var drullað yfir hann, eða lofaður í hástert. Þannig að ég vissi eiginlega ekkert hverju ég átti von á.
Byrjum á Boostinu; Þetta er sama rásin og í MC-401 Boost/linedriver effectnum, sem hefur notið mikillar hylli. Lítið sem kom á óvart þarna, þar sem öll önnur reviews, lofsömuðu þetta boost í drasl. Samt kom mér skemmtilega á óvart hvað boostið “bætti” sándið. Ég átti bara von á venjulegri volume hækkun, en þetta boost bætir smá “glitri” við sándið. Minnir mig svolítið á Katana clean boostið frá Robert Keeley. Frábært boost í alla staði. Ég hef það í gangi allan tímann. Ég hef hann á eftir Fuzzunum mínum í keðjunni minni þar sem það gekk ekki að dæla 10-15db inn í germanium fuzz. En að hafa gaurinn á eftir fuzzunum, gaf þeim enn meira líf. Mjög sáttur:)
Þá að Overdrive rásinni; Þarna kikkaði hrifningin á þessum pedala í gegn. Ég átti von á því að nota Drive-ið ekki neitt, eftir að hafa lesið helling af reviews, þar sem drullað var yfir það. Ég gerði ráð fyrir því, fyrst ég á Fulltone OCD, að ég myndi bara nota hann sem mitt aðal drive og gersamlega sleppa Drive-inu í MXR-inum…en óóónei! Drive-ið í þessum pedala, er að mínu mati, alveg geggjað !! Það er allt öðruvísi en OCD drive-ið. Það er mjög þétt en alls enginn metall. Mér finnst meira að segja smá Fuzz caracter í honum (sem er frábært fyrir fuzz-fíkil eins og mig:).
Sándið er mjög vintage ´70s kind of thing og minnir mig helling á gítarsándið á fyrstu ZZ-top plötunum. Mér finnst OCD-inn vera frekar “sloppy” við hliðina á þessum.
Ég er dáldið að elta QOTSA sándið og þetta drive smellpassar við mínar pælingar.
Bassman-inn minn gersamlega elskar þennan pedala og mig sterklega grunar að þetta sé pottþéttur keeper :)
Núna nota ég OCD-inn bara í light blues crunch og Boost/drive-inn í allt annað sem krefst krafts og skýrleika.

Að lokum:
Ég mæli sterklega með þessum effect fyrir alla sem eru inn í ´70s blues/rokk fílingnum og þeim sem eru á eftir aðeins öðruvísi drive sándi.
Boostin er náttúrulega alger snilld sem kom skemmtilega á óvart hvað hann bætti overall sándið mitt.


More to come…

Bætt við 6. júlí 2009 - 19:31
Afsakið þetta klikk með feitletruðu stafina ;)
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~